Suður Mjódd

Ég sé að fjölmiðlar í dag flytja fréttir af fyrirhuguðum flutningi bílaumboðsins Heklu í Suður Mjódd en samkvæmt þeim eru íbúar ósáttir við fyrirætlanirnar. Án þess að vilja tjá mig um málið umfram það sem hér hefur áður komið fram er ástæða til að benda á að myndbirtingar með öllum fréttum sem ég hef séð af málinu eru afar villandi. Ég læt því fylgja með eina mynd sem sýnir svæðið sem raunverulega um ræðir en ekki eitthvað allt annað (ég veit því miður ekki hver tók myndina). Án þess að hafa neina uppdrætti undir höndum þá skilst mér að lóðin sem um ræðir sé nokkurn veginn í jaðri svæðisins, alveg við Reykjanesbrautina. 

Að gefnu tilefni vek ég einnig athygli á því að hvað mislæg gatnamót taka ótrúlega mikið pláss í borgarlandinu líkt og sjá má á myndinni. Þeim má sannarlega mótmæla ef fólki er annt um skynsamlega landnotkun í borginni.