Sneckdown

Það hefur snjóað mikið hér í suðurhluta Ontario síðustu daga og við slíkar aðstæður er alltaf áhugavert að rýna í borgarlandið. Snjórinn hefur löngum veitt borgarspekúlöntum áhugaverðar vísbendingar um hvað bílaumferð þarf raunverulega mikið pláss og hvar væri hægt að koma fyrir hjólastígum, breiðari gangstéttum og jafnvel litlum torgum til að hlúa að bættu mannlífi og auka öryggi vegfarenda í göturýmum. 

Á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum hafa greiningar af þessum toga verið að ryðja sér til rúms, fyrst og fremst merktar með kassmerkinu #sneckdown, en einnig #plowza og #snovered. Hér má lesa um tilurð orðsins sneckdown sem á skömmum tíma hefur náð góðri fótfestu um allan heim meðal áhugafólks um borgarskipulag. Ég mæli einnig með þessari ágætu færslu til að skerpa enn frekar á hugmyndafræðinni: What Snow Tells Us About Creating Better Public Spaces on E. Passyunk Avenue 

Að lokum fylgir eitt myndskeið með fyrir áhugasama