Engin augu í Ármúla

Borgarrýnirinn Jane Jacobs, höfundur bókarinnar The Death and Life of Great American Cities (1961) er hvað þekktust fyrir kenningar sínar sem um mannauð og öryggi í borgum sem oftast er vísað til sem "eyes on the street". Rúmum 50 árum eftir útgáfu bókarinnar standa skrif Jacobs fullkomlega fyrir sínu:

There must be eyes upon the street, eyes belonging to those we might call the natural proprietors of the street. The buildings on a street equipped to handle strangers and to insure the safety of both residents and strangers, must be oriented to the street. They cannot turn their backs or blank sides on it and leave it blind.

Fjandsamlegur Ármúli

Mér varð hugsa til þessara skrifa þegar ég horfði á myndband sem nú gengur um internetið í tengslum við líkamsárás í Ármúla í gær. Þar sést maður á flótta á miðri umferðargötu þar sem enginn virðist koma honum til hjálpar eða svo mikið sem tengja við að öryggi mannsins er augljóslega ógnað. Umferðin streymir framhjá og það er engin undankomuleið, kyrrstæðir bílar út og suður og engir gangandi vegfarendur í sjónmáli. Myndbandið sýnir fjandsamlegt umhverfi fyrir þá sem ekki sitja inn í bíl og fyrir utan þann sem heldur á myndavélinni virðast engin augu vera á götunni. Sjón er sögu ríkari:


Viljum við búa í svona borg?